Fonz

Þegar ég heyri þetta fyrirtæki nefnt dettur mér alltaf í hug hann Fonz (Fonzie), persóna sem Henry Winkler lék í gamanþáttunum Happy Days, einhverju vinsælasta og langlífasta gamanefni sem sýnt hefur verið í sjónvarpi fyrir westan. Þar var Ron Howard, síðar frægur kvikmyndaleikstjóri, líka meðal aðalleikenda.

Kannski ég fari á stúfana og athugi hvort ég get keypt nokkra þætti með Fons ... fyrirgefið, Fonz. Þeir voru svo sem ekki merkilegir en komu manni alltaf í gott skap.


mbl.is Hæstiréttur staðfestir sýknu Fons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband