Færsluflokkur: Bloggar

Boltar

Jæja, þá eru strákarnir búnir að keppa og komið að því að fylgjast með stelpunum. Svo er bara að vona að Íslendingar eignist afburðagott handboltalið aftur innan tíðar.


Ári minn, kári og korríró

Seint myndi ég gefa syni mínum nafnið Ári, eins og mannanafnanefnd hefur nú heimilað, en líklega er ég bara svona gamaldags...


Gleðilega þjóðhátíð

Til hamingju með daginn, góðir Íslendingar og aðrir Íslendingar.

Mér finnst 1. desember reyndar alltaf miklu merkilegri dagur, en skerpla er vissulega heppilegri tími fyrir þjóðhátíð en ýlir.


Edrú

Jæja. Í dag eru liðin 15 ár síðan ég drakk síðast áfengi. Ég man reyndar ekki hvort það gerðist nákvæmlega þennan dag eða ekki, en ég miða við hann. Þetta er afmælisdagur föðursystur minnar, sem ég hélt mikið upp á, og því ágætur viðmiðunardagur. Skömmu síðar fór ég í meðferð, sem ég bý enn að.

Mikill happadagur. Verst að ég skuli ekki geta kennt áfenginu um ýmislegt sem miður hefur farið í lífi mínu síðan þá. En upp úr stendur að ég er edrú. Og góðu dagarnir hafa verið miklu fleiri en þeir slæmu. Hefði ég haldið áfram að drekka væri ég án efa steindauður fyrir löngu.

Og af því að það virðist vera í tísku að úthúða AA-samtökunum þessa dagana vil ég taka fram að ég er sannfærður um að án hjálpar þeirra hefði ég ekki haldist allsgáður. Þau verðskulda mínar bestu þakkir - og sömuleiðis náunginn á efstu hæðinni, sem ég kýs að kalla Guð. Það er líka í tísku að tala illa um Hann, en án Hans hefði þetta aldrei tekist hjá mér. Þannig er það bara.

Góðar stundir.


Söknuður?

Hvers sakna ég frá Íslandi um jól og áramót?

Ekki margs. Móður minnar, jú. Og skötunnar, sem mér finnst alveg himnesk. Og ég mun sakna barnanna minna um áramótin.

Ekki saknaði ég jólastressins. Hér í útlöndum fyrirfinnst ekkert slíkt. Fólk missir sig ekki í skreytingum og hreingerningum, stórgjafakaupum eða alls konar vitleysu annarri. Það gerir vel við sig í mat og drykk á jóladag og búið.

Ekki sakna ég rollukjötsins, sem mér hefur alltaf þótt fremur ómerkilegur hversdagsmatur og stórlega ofmetinn. Hangikjötslæri er reyndar ágætt og sömuleiðis lambahryggur, en aðrar sauðfjárafurðir standa góðu nautakjöti langt að baki að öllu leyti.

Ekki sakna ég tuðsins, neikvæðninnar, baktalsins, netárásanna, gjammsins og hálfvitaskaparins í Íslendingum almennt, svo aðeins fáeinir gallar landa minna séu upp taldir. Drottinn minn, hvað þessi þjóð er leiðinleg.

Og ekki sakna ég veðráttunnar, sem er ekki nokkrum manni bjóðandi. Enda er ég miklu betri af gigtinni hérna suður frá.

En ég sakna vissulega heitu pottanna.


Drama

Voðalega þurfa Íslendingar alltaf að gera mikið drama úr öllu... og oftast áður en þeir hafa kynnt sér málin til hlítar.


Séra Birgir

Þegar ég las um glerkassadvöl listamanns nú nýverið komu mér í hug orð séra Birgis heitins Snæbjörnssonar um Kvennakirkjuna: "Ekki er ég nú spenntur fyrir þessu".


Volaða land

Snjór, myrkur, klaki, vindur... má ég þá heldur biðja um dumbung og súld.


Sorg

Þvílíkur sorgardagur. Hvaða málstað heldur þetta fólk að það sé að hjálpa?


Vitleysa

Ekki er öll vitleysan eins. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband