Færsluflokkur: Bloggar

Arnarnesvogur og Elliðaárvogur?

Heitir vogurinn ekki Arnarvogur? Mig minnir endilega að það hafi mér verið kennt. Sömuleiðis að frændi hans héti Elliðavogur en ekki Elliðaárvogur, eins og stundum sést á prenti. Kannski bara vitleysa í mér ...
mbl.is Leit hætt við Arnarnesvog
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grjótkast úr glerhúsi

Mig minnir að Samfylkingin hafi verið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um nokkurt skeið núna nýlega þó að forsætisráðherrann sé greinilega búinn að gleyma því.

Lýst er eftir ábyrgð Samfylkingarinnar á því "hvernig fyrir þjóðinni er komið". Og hver á að axla hana? Voru ekki Jóhanna Sigurðardóttir og félagar í ríkisstjórn?

Af hverju firrir þessi flokkur sig allri ábyrgð á ástandinu? Hvað ætlum við lengi að láta hann komast upp með það?

Hvað hefur Samfylkingin hingað til "lagt til uppbyggingar efnahagskerfisins"?

Icesave-samninginn?

Hvers vegna lögðu Jóhanna Sigurðardóttir og félagar ekki áherslu á að breyta skattkerfinu þegar þau sátu í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum fyrir tiltölulega skömmu síðan?

Var skattkerfið virkilega svona óréttlátt og brjálæðislegt? Er það ekki rétt munað hjá mér að hinir svokölluðu aðilar vinnumarkaðarins hafi á sínum tíma komið að einhverju leyti að gerð þess?

Sætta þessir aðilar sig við að Steingrímur Jóhann finni þessu skattkerfi allt til foráttu og bendli það við frjálshyggju? Ekki man ég til þess að ASÍ hafi verið orðað við frjálshyggjuna fyrr. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem Steingrímur Jóhann fer með lýðskrum og fleipur - öll erum við löngu orðin vön því - en það er vont ef þessari þvælu er almennt trúað.

Mörgum finnst nýja skattkerfið brjálæðislegt í samanburði við það gamla. Og ekki eru það allt saman framsóknar- og sjálfstæðismenn.

Hvers vegna er það bót á skattkerfinu og liður í "uppbyggingu efnahagskerfisins" að spilla því ágæta staðgreiðslukerfi sem hér hefur verið við lýði í rúmlega tuttugu ár?

Spyr sá sem ekki veit.

Hitt veit ég að heldur vildi ég nýja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks en þessi ósköp sem nú eru við völd.

 


mbl.is Gagnrýnir stjórnarandstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem við vildum sagt hafa

Ágæta fólk.

Ég biðst afsökunar á því sem miður hefur farið síðustu árin. Biðst afsökunar á því sem stjórn fyrirtækisins míns hefur gert af sér á undanförnum árum. Biðst forláts á því að farið skyldi svona illa með ykkur.

Um leið vil ég þó taka fram að ekkert af þessu er mér að kenna. Það voru hinir strákarnir og stelpurnar í stjórninni sem gerðu þetta. Ég ber enga abyrgð.

Ég biðst afsökunar fyrir hönd flónanna sem sátu með mér í stjórn. Sjálf gerði ég ekki neitt af mér - frekar en venjulega. Ég er nefnilega góð kona og fólk treystir mér.

(Er það ekki annars? Virkar þessi taktík ekki örugglega ennþá?)

---

Gott fólk.

Ég vinn alveg rosa erfiða vinnu. Það er alveg rosa mikið að gera hjá mér og ég er bara alveg að krebera á þessu. En ég má til. Ég vinn við að bjarga þjóðinni og af því að ég hef breitt bak og bý yfir ótakmarkaðri sjálfsvorkunn þá ætti dæmið að ganga upp.

Munið bara hvað ég er í erfiðu starfi. Það er ekkert grín að vera í þessu djobbi. Þetta er skítadjobb, en einhver verður að sinna því. Mig langaði ekkert í þetta - jafnvel þótt völdin séu dálítil og launin nokkuð góð.

Engu skiptir þótt starf mitt sé til bölvunar, í besta falli árangurslaust. Aðalatriðið er að þið munið hvað ég hef mikið að gera og hvað vinnan mín er erfið, slítandi og vanþakklát.

(Bar ég mig ekki örugglega nógu aumlega til að fá helling af samúð - svo ég geti beitt hnífnum á lýðinn?)

---

Sameiningartákn? Nei, ég er ekkert sameiningartákn. Það hefur aldrei verið talað um að ég ætti að vera sameiningartákn. Það var ekkert á það minnst í ráðningarsamningnum.

Við eigum fullt af sameiningartáknum. Þorskinn, lóuna, West Ham United, íslenska hestinn, ábendingarfornöfnin, kvaðratrótina, rattus norvegicus ... you name it.

(Samt vildi ég að ég væri pínulítið vinsælli. Bara pínu-pínulítið).

 


Moggi

Ég skil ekki hvað það kemur öðrum við en eigendum, starfsmönnum og áskrifendum Morgunblaðsins hver verður ritstjóri þess.

Ég man ekki til þess að læti hafi orðið yfir því hver hafi verið ráðinn sjónvarpsstjóri Skjás eins eða Stöðvar 2 - og sú síðarnefnda verður a.m.k. seint sökuð um að ganga gegn hagsmunum eigenda sinna.

Ég keypti ekki Þjóðviljann á sínum tíma af því að mér líkaði ekki innihaldið. Og ef áskrifendum Moggans líkar ekki við ritstjórann eða stefnuna segja þeir blaðinu upp. Svo einfalt er það. Hinir eiga auðvitað að hafa hægt um sig þó að gróusögur um felmtur starfsmanna blaðsins og vonir þeirra um að verða sagt upp - hafið þið heyrt það betra? - séu vissulega skemmtilegar.

 


Býsn

Enn á ný hótar Klisja gamla öllu illu ef menn haga sér ekki eins og henni er þóknanlegt. Og af því að hún ræður ekkert við sitt fólk, hvað þá samstarfsfólkið, beinast hótanir hennar nú gegn andstæðingunum. Kostuleg kerla.

Helguvík? Já. Straumsvík? Já. Bakki við Húsavík? Nei. Álver og önnur stóriðjufyrirtæki eiga greinilega bara heima í námunda við höfuðborgarsvæðið en ekki þar sem þeirra er þörf. Ef leitað væri að þeim þingmanni sem minnst hefur gert fyrir kjördæmi sitt á lengsta ferlinum er ekki vafi á því hver "sigurvegarinn" yrði.


Leyningshólar

Ég brá mér með fjölskyldunni inn í Leyningshóla í gær. Leyningshólar er friðað skóglendi innarlega í Eyjafirði, skammt frá Hólavatni og innstu bæjum í byggð. Ég hafði ekki komið þangað í mörg ár og átti von á að ýmislegt hefði breyst en svo var ekki. Því miður.

Nokkrum borðum og bekkjum hefur verið hróflað upp fyrir gesti og þarna er dósakúla, en þar með eru þægindin upp talin. Vegurinn er enn vondur - á kafla vart fólksbílafær - og hvorki er salerni né ruslatunna á öllu svæðinu. Ótrúleg staðreynd árið 2009.

Leyningshólar eru yndislegur staður og ég skil vel að þeir sem um þá sjá vilji takmarka umferð ferðamanna. En það er öfugsnúin umhyggja fyrir skóginum að bjóða hvorki upp á snyrtingu né ruslafötur.


Tvær sundlaugar á Akureyri

Á Akureyri eru tvær sundlaugar. Sundlaug Akureyrar kannast flestir við og það mun vera hún sem er svona dýr. En Glerárlaug, lítil og notaleg sundlaug við Glerárskóla, er einnig opin almenningi og þangað er mun ódýrara að fara.

Það þarf því ekki að vera dýrt að fara í sund á Akureyri.


mbl.is Tæplega 69% verðmunur á árskorti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr orðabók stjórnmálamannsins

Af hverju heita skattalækkanir "skattalækkanir" á máli stjórnmálamanna, en skattahækkanir "skattabreytingar"?

 


Menn og vagnar

Langt er síðan viðtöl við auðjöfurinn Jóhannes í Bónus, vin litla mannsins, hættu að vera annað en brjóstumkennanleg og aumkunarverð lesning.

Ekki fara þau batnandi. Hjálpi mér allir heilagir.

Og ekki batnar forseti vor. Klúður embættisins varðandi orðuveitinguna til bandaríska sendiherrans er slík hneisa að engu tali tekur. Vonandi tekur heimspressan þennan fáheyrða atburð - sem er auðvitað ekkert annað en gróf móðgun - til umfjöllunar.

Ósköp er langt í næstu forsetakosningar.

Það er líka sorglegt að Strætisvagnar Akureyrar skuli ætla að hætta helgarakstri frá og með morgundeginum. Helgaraksturinn var hörmulega lítill og lélegur fyrir. Ég held að Akureyrarbær hljóti að geta sparað á annan hátt. Þessi ráðstöfun kemur illa niður á gömlu fólki, öryrkjum og börnum, auk þess sem notkun einkabíla vex á ný og þar með mengun í þessum fallega bæ.

 

 

 


Gamalkunnugt stórmennskubrjálæði í litlu Íslendingunum?

Það er spurningin.


mbl.is VG stoppaði ESB-lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband