Færsluflokkur: Bloggar
13.6.2008 | 19:56
Það var og
![]() |
Ekki drukkin heldur bara að leika sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2008 | 11:05
Ó, mig auman
Stundum getur maður verið svo andvaralaus (eða grandvaralaus, eins og maðurinn sagði) að maður verður bara alveg grallaralaus. Haldið þið að Eric Burdon og War hafi ekki komið saman að nýju og spilað á einum tónleikum í Albert Hall í Lundúnum núna í apríl? Fyrsta og eina endurkoman síðan 1971! Ég hafði ekki hugmynd um þetta - það er greinilega eins gott að gleyma ekki að fylgjast með rokkpressunni, jafnvel ekki í nokkra daga. Mikið déskoti hefði ég viljað sjá þá og heyra - ég á plötur með þessum köppum og þeir eru alveg hreint magnaðir. Mér skilst að tónleikarnir hafi verið góðir, en Burdon hefur lengi verið búsettur í Bandaríkjunum og syngur sjaldan í heimalandi sínu.
En kannski var það jafngott að ég vissi það ekki - ég hefði áreiðanlega samstundis keypt mér far og miða, og á hvorugu hef ég efni eins og er!
Læt nægja að horfa á karlana á Jútjúb og vonast bara til að gefinn verði út geisla- og/eða mynddiskur frá tónleikunum.
10.6.2008 | 12:05
Mörg er búmanns raunin
![]() |
Vill losna við Beckhamhjónin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2008 | 18:18
Verðlaun
Æ, lagið nú fréttina, kæru vinir á mbl.is. Það er nebbla ekki hægt að fá tvö verðlaun. Ekki frekar en það er mögulegt að fá eitt verðlaun.
Dino Risi var því tilnefndur til tvennra Óskarsverðlauna, en ekki tveggja.
Kunningi minn kallaði þessa mynd alltaf "Steggur af kvensu". Mér finnst nú Konuilmur betra ...
![]() |
Kvikmyndaleikstjórinn Dino Risi látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2008 | 14:45
Tvær flugur
![]() |
Vilja opna safn tileinkað Tónaflóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2008 | 09:43
Ekki ný bóla
Það teljast varla tíðindi þótt íranskir ráðamenn vandi Bandaríkjastjórn ekki kveðjurnar. Það væru eiginlega meiri fréttir ef þeir slepptu því.
Það er synd að þessar tvær stórþjóðir skuli ekki geta átt vinsamlegri samskipti. Ef til vill finnur nýr Bandaríkjaforseti leið til að milda þau.
![]() |
Forseti Írans harðorður í garð Bandaríkjastjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2008 | 17:50
Á eyðieyju með 10 plötur
Hann Bubbi, kunningi minn, heldur úti skemmtilegri bloggsíðu, Bubbinn bloggar, þar sem hann fær fólk til að skrifa lista yfir 10 hluti, gjarnan hljómplötur eða geisladiska, sem það myndi taka með sér á eyðieyju. Þetta er dálítið skemmtilegur leikur og ég tók þátt í honum um daginn. Feta þar í fótspor margra góðra manna og kvenna.
Á síðunni hans Bubba, http://bubbinn.bloggar.is , má sjá myndir af plötuumslögunum og alla listana sem honum hafa verið sendir. Þeir eru athyglisverðir, margir hverjir, og skemmtilega fjölbreyttir. Svona lítur listinn minn út (en hann er reyndar síbreytilegur og ekki víst að hann liti eins út í dag ef Bubbi hefði beðið mig um þetta núna):
1. PARALLEL LINES - Blondie (1978)
2. GOODBYE YELLOW BRICK ROAD - Elton John (1973)
3. WATER BEARER - Sally Oldfield (1978)
4. BEFORE WE WERE SO RUDELY INTERRUPTED - The Animals (1977)
5. CARDIFF ROSE - Roger McGuinn (1976)
6. FEELS SO GOOD - Chuck Mangione (1977)
7. THE KÖLN CONCERT - Keith Jarrett (1975)
8. HARMONY - Gordon Lightfoot (2004)
9. LIFE FOR RENT - Dido (2003)
10. SKULLDUGGERY - Steppenwolf (1976)
Helst vildi ég geta tekið með mér a.m.k. 50 stykki, en þá væri ég líklega kominn með yfirvigt.
Athugasemdir mínar og ástæður fyrir valinu má sjá á síðu Bubba.
Hlakka til að sjá fleiri slíka lista. Það er gaman að góðum leikjum.
30.5.2008 | 18:01
Heimur versnandi fer
Ég á bara ekki orð. Hvernig í ósköpunum fóru drengirnir að því að láta nappa sig á leiðinni út úr Tiger? Hvaða áhrif hefur þetta á frægðarsól þeirra? Og hvað næst? Mun ég e.t.v. lifa þann dag að það fréttist af Siggu Beinteins í Rúmfó eða Regínu Ósk í Hagkaupum?
Ykkur að segja (og þið látið þetta ekki fara lengra) sá ég einu sinni Arnald Indriða í bíó. Hugsið ykkur! Á almennri sýningu bara!
Ji.
![]() |
Jónsi í Sigur Rós í Tiger |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2008 | 11:54
Eggertar
![]() |
Eggert í byrjunarliðinu í fyrsta skipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2008 | 22:55
Tilvalið
Þetta er náttúrlega alveg tilvalinn siður, svona á degi barnsins. Miklu sniðugra en einhverjar gönguferðir eða önnur gamaldags samvera. Væri ekki gráupplagt að taka svona krakkastökk upp hér? Það væri t.d. hægt að byrja strax á spítalanum - fín líkamsrækt fyrir lækna, ljósmæður og hjúkkur áður en móðirin fer heim með nýfædda barnið sitt ... Nú, ef menn vilja endilega hafa kölska inni í dæminu væri hægt að gera þetta í kirkjunni, rétt fyrir skírn eða strax eftir hana ...
![]() |
Stokkið yfir börn á þorpshátíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |