Færsluflokkur: Bloggar

Mannsröddin

Nú þarf bara að finna upp svona stillingartækni fyrir mannsröddina. Það væri ekki vont að lifa ef enginn væri falskur og enginn færi upp á háa séið, kannski af litlu tilefni ...
mbl.is Sjálfstillandi gítar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingskaðar

Fyrsta málsgreinin er ári góð: "... frumvarp um breytingu á þingsköðum Alþingis."

Þeir eru áreiðanlega margir, þingskaðarnir, í langri sögu löggjafarsamkundunnar, og kannski tímabært að reyna að breyta þeim eitthvað - vonandi stendur til að fækka þeim! Ég vona að Moggamenn komi ekki auga á þessa frábæru innsláttarvillu. Svona skemmtileg mistök á ekki að laga. Smile 

 


mbl.is VG mótmælir harðlega frumvarpi um þingsköp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frida og Jon Lord

Þegar ég las fréttina um að hljómsveitin Whitesnake væri væntanleg til Íslands rifjaðist upp fyrir mér samstarf vinanna Jons Lord og Fridu úr Abba fyrir nokkrum árum. Ég veit ekki hversu langt þetta samstarf varð eða hve umfangsmikið, en sá afrakstur sem ég fann á Jútjúb er býsna forvitnilegur. Ég hafði reyndar heyrt þetta lagafl með Fridu (sem nú er Anni-Frid prinsessa af Reuss von Plauen, eða eitthvað svoleiðis) en vissi ekki fyrr en fyrir skemmstu um hlut Jons Lord.

Þó að Frida hafi borið prinsessutitil síðan 1992 (þá giftist hún gömlum vini sínum af þýskri furstaætt) hefur lífsganga hennar ekki verið þrautalaus og þess vegna hefur lítið borið á henni á síðustu árum og áratugum. Hún missti m.a. mann sinn og dóttur og glímdi við þunglyndi og ýmislegt fleira í kjölfarið. Sjálf segir hún að kynnin við Jon Lord hafi fært birtu inn í líf sitt að nýju og nú njóti hún þess á ný að koma fram og syngja.

Hér er ein afurð þessa sómafólks, sem undirrituðum hefði á árum áður aldrei flogið í hug að ætti eftir að starfa saman.

http://www.youtube.com/watch?v=jzb1rd4_Bc0

 


Heyr!

Vér skegglingar stöndum heils hugar með lögreglumönnunum í Hjúston!
mbl.is Mótmæla kröfu um skeggleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Best í heimi?

Ég sat í heita pottinum í Glerárlaug nú áðan í dásamlegu veðri og dásamlegu vatni og hugsaði með mér að sennilega væri margt til í því að hvergi væri betra að búa en á Íslandi. Veðrið er auðvitað svona og svona, skipting auðæfanna ekki alveg jöfn (svo ekki sé dýpra í árinni tekið) og of margir eiga bágt (þeir eru alltaf of margir, hversu fáir sem þeir eru), en kostirnir eru ómetanlegir. Heita vatnið, kalda vatnið, menntunin, heilsugæslan ... og svo má lengi telja ... en síðast en ekki síst lýðræðið, sem við megum ekki gleyma að er síður en svo sjálfgefið í þessum hverfula heimi okkar.

Ekkjan

Jæja, þá er hún komin í mitt hús, Ekkjan sem ég barðist við í allt sumar og haust. Stundum skobblahatrammlega. Ekkjan sem var að gera mig vitlausa með orðanotkun sinni, nýyrðasmíðum og vangaveltum en hélt mér um leið hugföngnum löngum stundum. Ég lenti oft í vanda með Ekkjuna og er ekki viss um að allir verði fullkomlega sáttir við lausnir mínar á vandamálunum. Það verður að koma í ljós. Ég vandaði mig við lausn Ekkjunnar og mér nægir að vita það.

Ekkjan er sköpunarverk Stebba kóngs, Stephens King. Hún er rúmlega 500 síðna doðrantur sem ég vann við að þýða frá vori til hausts. Krefjandi verk, stundum skelfilegt, oft skemmtilegt. Þetta er þriðja bókin sem ég þýði eftir King og ég er ekki í nokkrum vafa um að viðbrögð manna hérlendis verða jafn misjöfn og ytra. Bókin er nokkuð óvenjuleg og sumum aðdáendum og gagnrýnendum finnst hann hafa náð nýjum hæðum meðan aðrir eru hundfúlir og verulega neikvæðir. En því er Stephen King svo sem vanur. Það verður gaman að fylgjast með viðbrögðum íslenskra lesenda og ekki þætti mér verra að lesendur Moggabloggs yrðu duglegir við að segja mér skoðun sína á Ekkjunni Lisey Landon.


Nektarmyndir

Ekkert botna ég í þessari tísku sem enn tröllríður íslenskum heimilum: að hafa þar sem allra fæst. Ég horfi nú ekki oft á Innlit - útlit og aðra ámóta þætti, en var að fletta blöðum á biðstofu um daginn þar sem mikið var fjallað um innréttingar og lifnaðarhætti. Það var eiginlega sama hvaðan myndirnar voru - það var varla nokkur skapaður hlutur á gólfum og veggjum fólks. Tveir kantaðir stólar, kantaður smásófi og lítið borð auk eins málverks á vegg og kannski eins blómavasa eða ofurlítils listaverks af einhverju tagi  - svona var nú stofustássið. Hefur áreiðanlega kostað nokkur verkamannaárslaun, en ámóta líflegt og í vörugeymslu á sunnudegi.

Svo var arinn nokkuð víða - fyrirbæri sem við hér á Íslandi höfum nákvæmlega ekkert við að gera. Hvergi var hins vegar bók að sjá og plöntur ekki margar.

Er fólk virkilega ekki að verða þreytt á þessari naumhyggju, eða hvað þessi kuldalega tíska nú kallast? Mikið vona ég að það fari senn að komast í tísku að híbýli manna líti þannig út að þar búi einhver. Að hlýleikinn fari að streyma um vistarverur okkar - jafnvel þótt hlýleikanum fylgi eitthvert ryk og ofurlítil ló.


Gott rúm?

Hvernig kemst maður upp í þetta fyrirrúm?
mbl.is Kvenmenn í fyrirrúmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn voða leiðinlegur

Ég samgleðst forsetadótturinni og manni hennar innilega, það er alltaf gaman að eignast barn, en er þetta frétt? Á þetta erindi í fjölmiðla? Með fullri virðingu fyrir þessu góða fólki get ég ekki séð að sú sé raunin. Góð vinkona mín eignaðist stúlku fyrir nokkrum vikum og ekki kom það í blöðunum. Og ég fór til læknis í gær, það kom ekki í fjölmiðlum heldur ...
mbl.is Dóttir forsetans eignaðist dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Striplingar

Hér er komið fínasta tækifæri fyrir fólk með strípihneigð til að láta gott af sér leiða.
mbl.is 101s árs ellilífeyrisþegi afklæddi sig í þágu í góðgerðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband