Færsluflokkur: Bloggar
20.11.2007 | 21:00
Af ljóshærðum þulum og húölum
Ég sé ekki betur en allar nýju þulurnar hjá Sjónvarpinu séu ljóshærðar - a.m.k. býsna ljósar yfirlitum - og séu þar með í stíl við þær tvær "gömlu" sem eftir eru, Katrínu og Evu. Tilviljun? Ég hef vitaskuld ekki hugmynd um hver raunverulegur háralitur stúlknanna er, enda ómögulegt fyrir hársnauðan viðvaning eins og mig að segja til um það, en er það tilviljun ein að engin nýju þulanna er karlmaður, engin þeirra dökk- eða rauðhærð, engin af öðrum kynstofni en hinum norræna?
Nú veit ég ekkert um umsækjendurna um þularstarfið, en man þó til þess að hafa lesið að allmargir karlmenn hafi sótt um starfið. Var háralitur þeirra e.t.v. rangur? Eða er þularstarfið kvenmannsverk og þá einkum fyrir norrænar konur?
Sjónvarpið hefur lengi notað bláa litinn sem nokkurs konar einkennislit - getur hugsast að þar á bæ telji menn ljóst hár "tóna" best við hann?
Gaman væri að vita.
Auk þess legg ég til að fréttaþulir Sjónvarpsins hætti hinum hvimleiða og tilgerðarlega blístursframburði á hv- í upphafi orðs. Sums staðar á Suður- og Suðausturlandi bera menn þetta hljóð fram á ákveðinn hátt en sá háttur á ekkert skylt við hvininn sem fréttamennirnir gefa frá sér þegar þeir fara með okkur áhorfendurna í húalaskoðun .
Og hananú.
19.11.2007 | 15:33
Ábyrgðarlaust
![]() |
Óábyrgt að halda áfram með Bitruvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2007 | 15:27
Dæling

![]() |
Barði dælir þeim út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2007 | 13:36
Erfitt
![]() |
Ábyrgð á hendur kaupanda vændis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2007 | 13:36
Ussususs
Ljótt er ástandið þegar sveppafíkn eldri borgara kemur saklausum börnum þeirra í svona vandræði!
En hvadfornoget er lofther?
![]() |
Nýtti sér herþyrluna til að tína sveppi handa móður sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2007 | 14:35
D+D
![]() |
Andrés Önd og Mikki Mús vilja eignast Derby |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2007 | 10:55
Ragnar keyptur?
![]() |
Eðalfiskur kaupir Reykás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2007 | 17:17
Jónas
13.11.2007 | 20:20
Pilturinn Georg
Strákanginn. Ég vona nú að hann fari að hífa sig upp úr niðurlægingunni. Þetta er hæfileikaríkur náungi þótt hann sé ekki heimsins besti söngvari.
Annars gat ég ekki annað en brosað í botnlanganum þegar ég sá fyrirsögnina. Það þætti líklega til tíðinda ef Goggi, sem fram að þessu hefur ekki sýnt hinu kyninu mikinn áhuga, söðlaði um og kæmi sér í bobba ...
![]() |
Boy George kemur sér enn og aftur í bobba |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2007 | 14:27
Spennandi
![]() |
Móðir Kanye West látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |