Færsluflokkur: Bloggar
12.11.2007 | 09:00
Sama sagan alls staðar

![]() |
Fækkar við Kárahnjúka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2007 | 19:26
Sveitarómaginn Ísland?
Ekki kann ég við það þegar hugsanleg innganga Íslands í Evrópusambandið er sögð jafngilda því að segja sig til sveitar eins og formaður Vinstri grænna kallaði það í Silfri Egils í dag. Mér finnst þetta líka hálfgerð óvirðing við þá þegna þjóðfélagsins sem ekki komast af einir og óstuddir og þurfa á stuðningi sveitarfélags síns eða ríkisins að halda.
Bjartur í Sumarhúsum er greinilega sprelllifandi.
9.11.2007 | 21:47
Virðing
Ekki datt mér í hug að Mafían gæti kennt okkur meðaljónunum guðsótta og góða siði! Sum þessara boðorða eru þannig að okkur veitti ekkert af því að hafa þau í huga. Til dæmis boðorðið um að maður skuli bera virðingu fyrir eiginkonu sinni (það yrði auðvitað að módernísera það lítið eitt og gera eiginkonu að maka). Ég held að því miður sé ekki vanþörf á að minna á þetta endrum og sinnum.
Ég er stórhrifinn af boðorðinu um að sleppa því að fara á krár og klúbba, enda gengi mér prýðilega að fara eftir því! Hin boðorðin eru nú svona og svona ...
![]() |
Lögreglan finnur 10 boðorð mafíunnar á Sikiley |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2007 | 15:43
Belja?
![]() |
Belja féll af himnum ofan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2007 | 11:32
Eitur
Drykkjuskap og/eða eiturlyfjaneyslu getur enginn hætt nema hann vilji það sjálfur. Alltof margir góðir tónlistarmenn (og annað hæfileikaríkt fólk) hafa orðið Bakkusi að bráð. Það er enginn leikur að þurfa að kljást við hann og ekki batnar ástandið þegar menn þurfa að kljást við offors fjölmiðlanna líka. Ég óska Pete Doherty góðs bata.
![]() |
Skin og skúrir í lífi Doherty |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2007 | 18:42
Strætósex
Nýtt leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar var tekið í notkun í gærmorgun. Örlögin hafa hagað því svo að ég hef óvenjulítið notað vagnana þessa tvo fyrstu daga nýja kerfisins, en mér sýnist það hafa ýmsa kosti fram yfir það gamla. Búast má við einhverjum hnökrum fyrstu dagana og það kemur sjálfsagt ekki í ljós fyrr en eftir fáeinar vikur hvernig kerfið virkar.
Þegar ný leiðabók var borin í hús fyrir nokkrum dögum vakti það athygli mína að leiðirnar eru sex talsins, en bera númerin 1, 2, 3, 4, 5 og 7. Það er sem sagt engin leið 6. Ég velti fyrir mér hverju þetta sætti og hef nú eftir áreiðanlegum heimildum að svarið sé einfalt: Einhverjum gæti þótt það dónalegt að boðið sé upp á sex.
Ekki veit ég hverjir óttast að leið 6 gæti þótt dónalegt heiti og mæla því fyrir um að hlaupið skuli yfir tölustafinn þann. Ekki veit ég heldur hverjum ætti að þykja það dónalegt að ferðast með leið 6. Hitt veit ég að hér er komið efni í ári góðan skets handa Spaugstofunni eða öðrum ámóta þjóðarklámhundum sem kunna með sex að fara.
6.11.2007 | 15:20
Ja, hvur akkodinn
![]() |
Garth Brooks orðinn söluhærri en Elvis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2007 | 13:21
Me too!
![]() |
Kæmi nakinn fram fyrir væna fjárhæð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2007 | 10:35
Á þrepunum?
![]() |
Björk með tónleika á þrepum óperunnar í Sydney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2007 | 13:33
Karlsvagninn
Verða þá sérstakir vagnar fyrir karla? Hvað þá um hommana? Eða eru engir slíkir þarna frekar en í Íran? Er öruggt að konurnar verði óhultar fyrir fjölþreifnum lesbíum? Segið mér að þessi frétt sé grín ...
![]() |
Einungis fyrir konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |