Færsluflokkur: Bloggar

Sama sagan alls staðar

Já, það er næstum sama hvert litið er. Alls staðar fækkar fólki á landsbyggðinni ... Smile
mbl.is Fækkar við Kárahnjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarómaginn Ísland?

Ekki kann ég við það þegar hugsanleg innganga Íslands í Evrópusambandið er sögð jafngilda því að „segja sig til sveitar“ eins og formaður Vinstri grænna kallaði það í Silfri Egils í dag. Mér finnst þetta líka hálfgerð óvirðing við þá þegna þjóðfélagsins sem ekki komast af einir og óstuddir og þurfa á stuðningi sveitarfélags síns eða ríkisins að halda.

Bjartur í Sumarhúsum er greinilega sprelllifandi.


Virðing

Ekki datt mér í hug að Mafían gæti kennt okkur meðaljónunum guðsótta og góða siði! Sum þessara „boðorða“ eru þannig að okkur veitti ekkert af því að hafa þau í huga. Til dæmis boðorðið um að maður skuli bera virðingu fyrir eiginkonu sinni (það yrði auðvitað að módernísera það lítið eitt og gera eiginkonu að maka). Ég held að því miður sé ekki vanþörf á að minna á þetta endrum og sinnum.

Ég er stórhrifinn af boðorðinu um að sleppa því að fara á krár og klúbba, enda gengi mér prýðilega að fara eftir því! Hin boðorðin eru nú svona og svona ... Woundering


mbl.is Lögreglan finnur 10 boðorð mafíunnar á Sikiley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Belja?

En ef þetta hefði nú verið trunta? Hefði blaðamaður þá tekið svona til orða? Skepnan heitir kýr - og ef menn þora ekki að beygja orðið má kalla hana kusu. Kusa er líka vinalegt orð og lætur í ljós ákveðna væntumþykju. En beljur, rollur og truntur eiga ekki að sjást eða heyrast í fréttum. Og hananú.
mbl.is Belja féll af himnum ofan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitur

Drykkjuskap og/eða eiturlyfjaneyslu getur enginn hætt nema hann vilji það sjálfur. Alltof margir góðir tónlistarmenn (og annað hæfileikaríkt fólk) hafa orðið Bakkusi að bráð. Það er enginn leikur að þurfa að kljást við hann og ekki batnar ástandið þegar menn þurfa að kljást við offors fjölmiðlanna líka. Ég óska Pete Doherty góðs bata.


mbl.is Skin og skúrir í lífi Doherty
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strætósex

smabusNýtt leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar var tekið í notkun í gærmorgun. Örlögin hafa hagað því svo að ég hef óvenjulítið notað vagnana þessa tvo fyrstu daga nýja kerfisins, en mér sýnist það hafa ýmsa kosti fram yfir það gamla. Búast má við einhverjum hnökrum fyrstu dagana og það kemur sjálfsagt ekki í ljós fyrr en eftir fáeinar vikur hvernig kerfið virkar.

Þegar ný leiðabók var borin í hús fyrir nokkrum dögum vakti það athygli mína að leiðirnar eru sex talsins, en bera númerin 1, 2, 3, 4, 5 og 7. Það er sem sagt engin leið 6. Ég velti fyrir mér hverju þetta sætti og hef nú eftir áreiðanlegum heimildum að svarið sé einfalt: Einhverjum gæti þótt það dónalegt að boðið sé upp á sex.

Ekki veit ég hverjir óttast að leið 6 gæti þótt dónalegt heiti og mæla því fyrir um að hlaupið skuli yfir tölustafinn þann. Ekki veit ég heldur hverjum ætti að þykja það dónalegt að ferðast með leið 6. Hitt veit ég að hér er komið efni í ári góðan skets handa Spaugstofunni eða öðrum ámóta þjóðarklámhundum sem kunna með sex að fara.

 


Ja, hvur akkodinn

Ég varð aldeilis bit þegar ég las þetta, en líklega er átt við sölu á ferlinum, þ.e.a.s. að Garth Brooks hafi nú selt fleiri plötur en Elvis gerði meðan hann lifði. Textinn gefur það raunar til kynna. Hugsanlega er átt við Bandaríkin eingöngu þó að það sé ekki tekið fram. Þetta er kannski ekki eins ótrúlegt og það sýnist í fyrstu, því að Brooks er óhemjuvinsæll vestanhafs og hefur verið það í marga áratugi. En aldrei hebbði ég nú samt trúað því að hann Garðar frá Læk skyti sjálfum Presley skolla fyrir skut.
mbl.is Garth Brooks orðinn söluhærri en Elvis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Me too!

Halló, halló! Til þeirra sem málið varðar: Ég er til í þetta líka! Vinsamlegast hafið samband og við getum rætt upphæðir, greiðslufyrirkomulag og fleira ... já, og starfslokasamning, auðvitað ...
mbl.is Kæmi nakinn fram fyrir væna fjárhæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þrepunum?

Vilja þeir ekki hleypa henni inn?
mbl.is Björk með tónleika á þrepum óperunnar í Sydney
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlsvagninn

Verða þá sérstakir vagnar fyrir karla? Hvað þá um hommana? Eða eru engir slíkir þarna frekar en í Íran? Er öruggt að konurnar verði óhultar fyrir fjölþreifnum lesbíum? Segið mér að þessi frétt sé grín ...


mbl.is Einungis fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband