17.8.2007 | 22:42
Fásinnið
Ég er nú svo neikvæður að ég nennti ekki að horfa á þessi ósköp í sjónvarpinu. Löngu búinn að fá nóg af þessu sama, gamla liði sem spilar og syngur á öllum svona fíneríistónleikum sem haldnir eru á Íslandi. Sumir eru komnir býsna langt frá uppruna sínum, finnst mér, og heldur hefði ég viljað fá örlitla vaxtalækkun á lánið mitt heldur en enn eina tónleikana með Bubba, Bjögga, Palla og hinum í háaðlinum. Kaupþingi hefði verið nær að smala saman einhverjum skemmtilegum nýliðum úr hópi tónlistarfólks, t.d. fólki sem er á aldur við bankann, og gefa gömlu brýnunum frí svona einu sinni...
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér um silkihúfuliðið í poppbransanum.
Hinsvegar er ég hræddur um að Kaupþingsgúrúarnir hafi því miður ekki andagift til að láta sér detta í hug að fleira sé áhugavert í tónlistinni en Bubbur, Bjoggi, Pállóskar, Eyþór Arnalds og Litli-Cortes.
Jóhannes Ragnarsson, 17.8.2007 kl. 23:08
Innilega sammála. Ungu hljómsveitirnar eru mun ferskari! Ef tónlistin á að vera gömul má ég þá heldur biðja um lögin sem þú ert að spila í þáttunum þínum Kíkti á brettastrákinn þinn, hann er flottur. Maður á að vera stoltur af börnunum sínum. Það má. Ég á líka einn sem ég er montin af, hann er nýorðin 17, söngvari í hljómsveit sem heitir Soundspell. Kemur út plata með þeim í lok mánaðarins www.myspace.com/spellthesound Mömmuplögg *hehe*
Sigga (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 23:18
Brá mér inn á síðuna hjá syni þínum og félögum hans, Sigga, og verð að segja að lagið er frábært! Það er grípandi, vel flutt og útsetningin mjög vel heppnuð, að mínu áliti. Og svo spillir söngurinn auðvitað ekki fyrir... Þeir eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Ég held bara, svei mér þá, að gamli karlinn ég gefi afurðinni gaum þegar hún kemur út! - Hvað þáttinn snertir heyrir hann víst sögunni til, að minnsta kosti á RÚV, en það er svo sem aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni. Af viðbrögðum fólks gat ég ekki ráðið annað en þessi gömlu lög væru síður en svo of oft spiluð. Það var gaman að heyra frá þér, Sigga, eftir öll þessi ár, og ég vona að þú haldir áfram þinni vönduðu kvikmyndaumfjöllun sem allra lengst.
Helgi Már Barðason, 18.8.2007 kl. 12:03
Kærar þakkir Helgi Már! Alexander verður glaður að heyra þetta. Ég er viss um að þú átt aftur eftir að vera með svona þáttaröð hjá okkur, bara spurning um tíma :) Ég vissi ekki betur en þættirnir þínir hefðu fengið góða hlustun. Og ég held ótrauð áfram í kvikmyndunum, byrja með nýjan þátt í september um kvikmyndir sem heitir Kvika. Hann verður á laugardagsmorgnum klukkan 10.15
Sigga (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 13:21