Mark og ómark

Ég tek ekki mark á fólki sem lýgur að allri heimsbyggðinni - lýgur til um ástæður þess að það fer ekki á fundi sem því ber að sækja og gerir sjálft sig og samlanda sína að fíflum fyrir vikið.

Ég tek ekki mark á fólki sem er sakfellt fyrir lögbrot en segir að það geri ekkert til - af því að sá sem kærði sé bara fífl og bjáni.

Ég tek ekki mark á fólki sem fer með fjárráð hundruða þúsunda manna en yppir bara öxlum þegar það er spurt af hverju peningar þeirra rýrni dag frá degi.

Ég tek ekki mark á fólki sem segir að hjónaband þess geti alveg gengið þó að karlinn vilji búa á Rifi en kerlingin í Róm.

Ég tek hins vegar mark á fólki sem viðurkennir að bera ábyrgð á því sem miður hefur farið og fólki sem skilar peningum sem því finnst það ekki hafa átt að þiggja.

Ég tek mark á fólki sem reynir ekki að firra sig ábyrgð og varpa sökinni á aðra.

Og hananú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband