Aumingi vikunnar

Mér sýnist samkeppnin um titilinn "Aumingi vikunnar", eins og Óttar geðlæknir kallar það, stöðugt fara harðnandi. Fórnarlömbin, sem eiga það helst sameiginlegt að segjast ekki vera fórnarlömb, ættu að endurskilgreina sig og gefa hinum raunverulegu fórnarlömbum samfélags okkar tækifæri til að rétta sinn hlut.

 


Fækkun

Enn vælir Fangelsismálastofnum vegna fjárskorts. Vinkillinn lætur sitt ekki eftir liggja í þeim efnum frekar en aðrir ríkisforstjórar.

Ég sé ekki betur en að starfsmönnum í yfirstjórn Stofnunarinnar hafi fjölgsð nokkuð á síðustu árum.

Þar má finna nokkra ónytjunga sem Stofnunin gæti losað sig við og sparað þannig dálítið fé sem nota mætti til að bæta hag fanga og aðstandenda þeirra.

Það mætti til dæmis byrja á staðgengli forstjóra. Hefur konan sú eitthvað sér til frægðar unnið?


Falleinkunn

Ofboðslega eru þær leiðinlegar, athyglisfýlubomburnar á Alþingi. Væri ekki sniðugra að láta eitthvað gott af sér leiða?


Siðareglur

Ég verð að játa að mér finnst alveg dásamlegt hvað Siðareglu-Sunna er blind á eigin galla. Ef hun væri sjálfstæðiskona hefði hún snarlega verið kölluð siðblind. Svona er pólitikin.


Flóttamenn eða hrappar?

Óskaplega er góða fólkið reiðubuið að ganga langt ril að vera ósammála þeim sem eru raunsæir og svífa ekki um á bleiku skýi. Ídeal-veröldin er fín, en því miður er hún draumsýn.

Auk þess legg ég til að Ísraelsríki verði lagt niður. Ríki byggð á trúarbrögðum kunna ekki góðri lukku að stýra (sbr. Íran). Tvær hliðar á sama peningi.


Úlfaldagerðin hf.

Mér sýnist Íslendingar enn kunna að gera úlfalda þótt víða vanti mýflugurnar þetta árið...


Æ

Það á ekki af Eflingu að ganga.


Vorkunn

Ætli það sé ekki svolítið kvalafullt að vera samviskulaus og siðblind frenja?


Börn, vottorð, spítalar

"Foreldrar sitji við hlið barna þeirra í bólusetningunni" (fyrirsögn á visir.is).

Barna hverra?

---

Lögregluþjónar á Keflavíkurflugvelli segja að útilokað sé að komast hjá kraðaki í komusal vegna þess að það taki tíma að fara yfir öll vottorðin.

Hvaða nítjándu aldar aðferðir eru í gangi þarna? Þjóðverjar, sem eru hvorki þekktir fyrir að vera mikil tæknitröll né sérlega rafrænir í hugsun, láta alla forskrá sig sem ætla að koma til landsins. Með forskráningunni þarf viðkomandi ferðamaður að senda vottorðið sitt rafrænt (eða gera það strax eftir komuna til landsins). Þess vegna er hvorki örtröð né sturlun í gangi í komusölum þýskra flugvalla.

Hvers vegna í ósköpunum er þetta ekki gert á Íslandi? Þá væri hægt að yfirfara megnið af vottorðunum áður en ferðamaðurinn kæmi til landsins.

Í brottfararsalnum á íslenska alþjóðaflugvellinum eru menn að huga að rafrænum lausnum, en málið er flókið vegna þess að kröfurnar á áfangastöðunum eru mjög misjafnar. Það er skiljanlegt að erfitt sé að finna einfalda, rafræna lausn á slíkum vanda. En ekkert réttlætir bullið sem á sér stað í komusalnum - nema allir forritarar landsins séu í sumarfríi? Eða einhvers staðar sitji þverhaus sem vill öllu ráða og kærir sig ekki um rafrænar lausnir?

Og af hverju tekur svona langan tíma að faea yfir bólusetningarvottorð? Voru ekki rafrænu, evrópsku vottorðin tekin upp til að það tæki enga stund að skanna þau? Eru það utanevrópumenn sem flækja málin svona?

---

Bjarni Ben kallar eftir því að Landspítalinn verði rekinn í samræmi við úttekt sem gerð var á honum fyrir nokkrum árum og sýndi að víða væri pottur brotinn við stjórnun hans. Svandís ætlar að setja í gang vinnu við að kippa málinu í liðinn.

Og hvað gerist? Forstjórinn segir málið snúast um peninga - ekkert nýtt þar - og virðist neita að skilja að það eru stjórnarhættirnir, sem verið er að finna að, ásamt nýtingu þeirra miklu fjármuna sem spítalinn fær á hverju ári. Svo öskrar örþreyttur og bitur hjúkrunarfræðingur á netmiðlunum og hundskammar Bjarna Ben, sem hún segir vera yfirmann spítalans og bera ábyrgð á ástandinu!

Það eru stjórnendur Landspítalans og yfirvöld heilbrigðismála, sem bera ábyrgð á því að peningarnir eru ekki nýttir sem skyldi og að alvarlegir agnúar virðast vera á samskiptum manna og deilda innan spítalans.

Mál er að linni. Ef finna þarf yfir- og millistjórnendum störf á öðrum vettvangi verður bara svo að vera. Og hjúkrunarfólk ætti ef til vill að kynna sér í hverju vandinn liggur áður en það fer að barma sér og skamma hina og þessa í fjölmiðlum.


Auðmýkt óskast

Væri ekki við hæfi að lögreglan á Íslandi sýndi gott fordæmi, gengist við brotum sínum og bæðist afsökunar?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband