28.2.2023 | 22:56
Kynvilla Ríkisútvarpsins
Er það hlutverk fréttamanna Ríkisútvarpsins að reyna að koma á nýrri málvenju? "Öll misstu heimili sín í skjálftanum og mörg eru slösuð". Öll/mörg hvað? Börn? Dýr?
Ég heyri enga nota þessi ósköp nema fréttamenn RUV. Þeir dagskrárgerðarmenn, sem ég hlusta á, gera þetta aldrei. Engan viðmælanda hef ég heyrt nota þetta orðfæri heldur.
Allir skilja hvað átt er við þegar sagt er að allir hafi misst heimili sín. Að halda að einhverjr skilji það þannig að eingöngu karlmenn hafi lent í þessu er móðgun við hlustendur.
Og af hverju er betra að tala um manneskju en mann? Manneskja er kvenkynsorð og þar með ekki vitund "hlutlausara" en orðið maður, nema síður sé.
Sumir fréttamenn gleyma sér reyndar stundum og á þeim hef ég miklar mætur.
Að svo mæltu legg ég til að elsti og þvoglumæltasti fréttaþulur sjónvarpsins fari nú loksins að hætta og hleypa að sér yngri mönnum (karlmönnum og/eða kvenmönnum). Enginn er ómissandi.
22.2.2023 | 01:47
Blóm
Ekki er ég neinn sérstakur aðdáandi Miley Cyrus, en Flowers er nú bara ári gott lag að mörgu leyti.
1.2.2023 | 19:41
Auga fyrir auga
Sjónhimnulos á hægra auga leiddi til skurðaðgerðar. Í kjölfar hennar myndaðist ský á auganu, en sjónhimnulos eykur einmitt hættuna á slíku. Það þýddi augasteinaskipti á báðum augum. En augasteinaskipti auka líkurnar á sjónhimnulosi! Nú er ég að jafna mig eftir aðgerð á vinstra auga vegna sjónhimnuloss og vona innilega að ég muni halda þokkalegri sjón. Já, sjaldan er ein báran stök.
27.12.2022 | 23:42
Góði maðurinn
Ég var farinn að halda að vikan myndi líða án þess að nokkur eymingi eða fórnarlamb færi að væla undan óréttlæti heimsins í fjölmiðlum, en þá kom ríkisbubbi nokkur til bjargar, maður sem hefur verið mjög upptekinn af því upp á síðkastið að sýna okkur meðaljónunum hvað hann er rosalega góður gaur.
Þegar menn hafa úr milljónum og jafnvel milljörðum króna sð apils á hverjum degi og halda að þeir geti mótað skoðanir alls almennings fatast þeim stundum flugið. Ég vona að þannig fari fyrir þessum manni. Við eigum að beina athyglinni að þeim sem minna mega sín, ekki þeim heimsku sem hreykja sér hátt vegna þess hvað þeir eru "góðir".
8.12.2022 | 23:12
Aumingi vikunnar
Mér sýnist samkeppnin um titilinn "Aumingi vikunnar", eins og Óttar geðlæknir kallar það, stöðugt fara harðnandi. Fórnarlömbin, sem eiga það helst sameiginlegt að segjast ekki vera fórnarlömb, ættu að endurskilgreina sig og gefa hinum raunverulegu fórnarlömbum samfélags okkar tækifæri til að rétta sinn hlut.
23.11.2022 | 23:07
Fækkun
Enn vælir Fangelsismálastofnum vegna fjárskorts. Vinkillinn lætur sitt ekki eftir liggja í þeim efnum frekar en aðrir ríkisforstjórar.
Ég sé ekki betur en að starfsmönnum í yfirstjórn Stofnunarinnar hafi fjölgsð nokkuð á síðustu árum.
Þar má finna nokkra ónytjunga sem Stofnunin gæti losað sig við og sparað þannig dálítið fé sem nota mætti til að bæta hag fanga og aðstandenda þeirra.
Það mætti til dæmis byrja á staðgengli forstjóra. Hefur konan sú eitthvað sér til frægðar unnið?
23.11.2022 | 22:06
Falleinkunn
Ofboðslega eru þær leiðinlegar, athyglisfýlubomburnar á Alþingi. Væri ekki sniðugra að láta eitthvað gott af sér leiða?
31.10.2022 | 00:39
Siðareglur
Ég verð að játa að mér finnst alveg dásamlegt hvað Siðareglu-Sunna er blind á eigin galla. Ef hun væri sjálfstæðiskona hefði hún snarlega verið kölluð siðblind. Svona er pólitikin.