Vorkunn

Ætli það sé ekki svolítið kvalafullt að vera samviskulaus og siðblind frenja?


Börn, vottorð, spítalar

"Foreldrar sitji við hlið barna þeirra í bólusetningunni" (fyrirsögn á visir.is).

Barna hverra?

---

Lögregluþjónar á Keflavíkurflugvelli segja að útilokað sé að komast hjá kraðaki í komusal vegna þess að það taki tíma að fara yfir öll vottorðin.

Hvaða nítjándu aldar aðferðir eru í gangi þarna? Þjóðverjar, sem eru hvorki þekktir fyrir að vera mikil tæknitröll né sérlega rafrænir í hugsun, láta alla forskrá sig sem ætla að koma til landsins. Með forskráningunni þarf viðkomandi ferðamaður að senda vottorðið sitt rafrænt (eða gera það strax eftir komuna til landsins). Þess vegna er hvorki örtröð né sturlun í gangi í komusölum þýskra flugvalla.

Hvers vegna í ósköpunum er þetta ekki gert á Íslandi? Þá væri hægt að yfirfara megnið af vottorðunum áður en ferðamaðurinn kæmi til landsins.

Í brottfararsalnum á íslenska alþjóðaflugvellinum eru menn að huga að rafrænum lausnum, en málið er flókið vegna þess að kröfurnar á áfangastöðunum eru mjög misjafnar. Það er skiljanlegt að erfitt sé að finna einfalda, rafræna lausn á slíkum vanda. En ekkert réttlætir bullið sem á sér stað í komusalnum - nema allir forritarar landsins séu í sumarfríi? Eða einhvers staðar sitji þverhaus sem vill öllu ráða og kærir sig ekki um rafrænar lausnir?

Og af hverju tekur svona langan tíma að faea yfir bólusetningarvottorð? Voru ekki rafrænu, evrópsku vottorðin tekin upp til að það tæki enga stund að skanna þau? Eru það utanevrópumenn sem flækja málin svona?

---

Bjarni Ben kallar eftir því að Landspítalinn verði rekinn í samræmi við úttekt sem gerð var á honum fyrir nokkrum árum og sýndi að víða væri pottur brotinn við stjórnun hans. Svandís ætlar að setja í gang vinnu við að kippa málinu í liðinn.

Og hvað gerist? Forstjórinn segir málið snúast um peninga - ekkert nýtt þar - og virðist neita að skilja að það eru stjórnarhættirnir, sem verið er að finna að, ásamt nýtingu þeirra miklu fjármuna sem spítalinn fær á hverju ári. Svo öskrar örþreyttur og bitur hjúkrunarfræðingur á netmiðlunum og hundskammar Bjarna Ben, sem hún segir vera yfirmann spítalans og bera ábyrgð á ástandinu!

Það eru stjórnendur Landspítalans og yfirvöld heilbrigðismála, sem bera ábyrgð á því að peningarnir eru ekki nýttir sem skyldi og að alvarlegir agnúar virðast vera á samskiptum manna og deilda innan spítalans.

Mál er að linni. Ef finna þarf yfir- og millistjórnendum störf á öðrum vettvangi verður bara svo að vera. Og hjúkrunarfólk ætti ef til vill að kynna sér í hverju vandinn liggur áður en það fer að barma sér og skamma hina og þessa í fjölmiðlum.


Auðmýkt óskast

Væri ekki við hæfi að lögreglan á Íslandi sýndi gott fordæmi, gengist við brotum sínum og bæðist afsökunar?


Frí?

Undirritaður bíður spenntur eftir því að lélegasti fréttalesari landsins fari í sumarfrí.


Afsökun

Eina og vænta mátti nægði afsökunarbeiðni Samherjamanna góða fólkinu ekki, enda fékk það ekki að vera með í að semja hana.

 


Emil óskast

Fólk má hafa sína skoðun á Samherja. Ég þekki ekki til þar á bæ og dæmi ekki. Hins vegar er ég ekki með öllu ókunnugur Ríkisútvarpinu, sem nú hundskammar sína eigin siðanefnd og ver brotlegan mann með kjafti og klóm.

Útvarpsstjóri er tiltölulega nýtekinn við embætti og er trúlega enn að fóta sig. Mig grunar að forveri hans í starfi hafi ekki haft mikið vit á útvarpi. Þeim er því báðum nokkur vorkunn. Hins vegar er ég að verða næsta viss um að fréttastjóri sjónvarpsins er ekki starfi sínu vaxinn.

Ég sakna Andrésar Björnssonar og séra Emils. Þeir hefðu aldrei leyft Ríkisútvarpinu að lenda í þessari stöðu.

Auk þess legg ég til að Bogi verði látinn hætta að lesa fréttir. Hann er fínn fréttamaður, en hörmulegur lesari.


Sköss

Ætli ég sé einn um það að vera orðinn verulega þreyttur á öllum þessum pilsvörgum, sem nú vaða uppi, vilja öllu ráða, hafa skoðun á öllu og finnst það vera heilög skylda sín að láta hana í ljós við hvert tækifæri?


Pí-ratar

Þá er lokið nokkrum prófkjörum hjá Pí-rötum. Ég verð að játa að ég batt vonir við að gömlu tannhjólunum yrði skipt út fyrir ný, en þær vonir brugðust. Pí-ratar ætla að tefla fram sama, þrasgjarna liðinu og áður, fólki sem telur að siðareglur og almenn kurteisi eigi bara við um aðra.

Einu sinni voru Pí-ratar orðaðir við ferskleika. Það er svo sannarlega gömul saga. 


Vol

Óskapa vol og væl er í löggunni þessa dagana. Hún er eiginlega tekin við af forstjóra Landspítalans. Af hverju eru allir svona vondir við lögguna? Vonandi kyssir einhver á bágtið fljótlega og þerrar tárin.

Og hreinsar til í liðinu um leið.


Kvensur

Í sama sjónvarpsfréttatímanum birtust nýverið tvær athyglissjúkar frenjur, sem við skulum kalla Kynferðis-Kollu og Inga Þvælu. Önnur reynir að komast til frekari metorða, en hefur hingað til ekki haft erindi sem erfiði. Það þykir undirrituðum ekki skrýtið. Hin notar fornt, upplogið kynferðisbrot og gamlan missi sem ástæðu til að troða sér í fréttirnar á nokkurra ára fresti. Og smákrakkarnir á sjónvarpsstöðvunum gleypa þetta allt saman hrátt. Sorglegt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband