Frí?

Undirritaður bíður spenntur eftir því að lélegasti fréttalesari landsins fari í sumarfrí.


Afsökun

Eina og vænta mátti nægði afsökunarbeiðni Samherjamanna góða fólkinu ekki, enda fékk það ekki að vera með í að semja hana.

 


Emil óskast

Fólk má hafa sína skoðun á Samherja. Ég þekki ekki til þar á bæ og dæmi ekki. Hins vegar er ég ekki með öllu ókunnugur Ríkisútvarpinu, sem nú hundskammar sína eigin siðanefnd og ver brotlegan mann með kjafti og klóm.

Útvarpsstjóri er tiltölulega nýtekinn við embætti og er trúlega enn að fóta sig. Mig grunar að forveri hans í starfi hafi ekki haft mikið vit á útvarpi. Þeim er því báðum nokkur vorkunn. Hins vegar er ég að verða næsta viss um að fréttastjóri sjónvarpsins er ekki starfi sínu vaxinn.

Ég sakna Andrésar Björnssonar og séra Emils. Þeir hefðu aldrei leyft Ríkisútvarpinu að lenda í þessari stöðu.

Auk þess legg ég til að Bogi verði látinn hætta að lesa fréttir. Hann er fínn fréttamaður, en hörmulegur lesari.


Sköss

Ætli ég sé einn um það að vera orðinn verulega þreyttur á öllum þessum pilsvörgum, sem nú vaða uppi, vilja öllu ráða, hafa skoðun á öllu og finnst það vera heilög skylda sín að láta hana í ljós við hvert tækifæri?


Pí-ratar

Þá er lokið nokkrum prófkjörum hjá Pí-rötum. Ég verð að játa að ég batt vonir við að gömlu tannhjólunum yrði skipt út fyrir ný, en þær vonir brugðust. Pí-ratar ætla að tefla fram sama, þrasgjarna liðinu og áður, fólki sem telur að siðareglur og almenn kurteisi eigi bara við um aðra.

Einu sinni voru Pí-ratar orðaðir við ferskleika. Það er svo sannarlega gömul saga. 


Vol

Óskapa vol og væl er í löggunni þessa dagana. Hún er eiginlega tekin við af forstjóra Landspítalans. Af hverju eru allir svona vondir við lögguna? Vonandi kyssir einhver á bágtið fljótlega og þerrar tárin.

Og hreinsar til í liðinu um leið.


Kvensur

Í sama sjónvarpsfréttatímanum birtust nýverið tvær athyglissjúkar frenjur, sem við skulum kalla Kynferðis-Kollu og Inga Þvælu. Önnur reynir að komast til frekari metorða, en hefur hingað til ekki haft erindi sem erfiði. Það þykir undirrituðum ekki skrýtið. Hin notar fornt, upplogið kynferðisbrot og gamlan missi sem ástæðu til að troða sér í fréttirnar á nokkurra ára fresti. Og smákrakkarnir á sjónvarpsstöðvunum gleypa þetta allt saman hrátt. Sorglegt.


Bakkafullur lækur?

Vottorð frá útlöndum + skimun + vist í farsóttarhúsi + skimun.

Skínandi ráðstafanir, ef af verður. Þær ættu að duga til að stöðva báða smitbera mánaðarins.


Vesalings konurnar

Í fréttum RÚV í kvöld kom fram að vegna kórónuveirunnar gætu konur á höfuðborgarsvæðinu jafnvel neyðst til að "flýja út á land" til að fæða börn sín.

En hræðilegt. 

Og ég sem hélt að öryggi móður og barns skipti öllu máli.


Hamstur

Þá eru Þjóðverjar farnir að hamstra klósettpappír og eldhúsrúllur - aftur. Jafnvel þótt þeir hafi verið beðnir um að gera það ekki. Jafnvel þótt þeir hafi verið fullvissaðir um að það sé enginn skortur á pappír í landinu og verði ekki í framtíðinni.

Hvað er að fólki?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband