Færsluflokkur: Bloggar
4.3.2008 | 08:13
Bandafylkin
![]() |
Leikar skýrast í forsetavali demókrata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2008 | 19:48
Fréttamat
Merkilegt hvað fréttamat fjölmiðla er misjafnt. Á Stöð 2 var fyrirgefning auðmanns gegn þrjátíu milljón króna fjárútlátum seinheppins sektarlambs aðalfréttin - og drottningarviðtal í kjölfarið - en á þetta var ekki minnst á RÚV, nema það hafi farið framhjá mér - sem vel getur verið.
Miklir öðlingar eru nú annars íslensku auðmennirnir. Reiðubúnir að gleyma og fyrirgefa smælingjunum glópskuna fyrir hálft orð. Glóparnir þurfa aðeins að reiða fram nokkra tugi milljóna og þá er málið úr sögunni.
Megi auðmönnum fjölga sem mest. Þá eygja hinir smáu loksins von um að öðlast eilífa sæluvist ... og er ekki margfalt gjaldþrot ósköp lítið gjald fyrir slíka upphefð og allsherjarfyrirgefningu?
Það hebbði ég nú haldið.
2.3.2008 | 17:23
Meirihlutinn tryggður
Þetta væri alveg tilvalið að gera í Reykjavík, þar sem meirihlutinn er svo naumur ...
![]() |
Borgarstjórinn klónaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2008 | 20:32
Tími til kominn
Ég óska Hjálpræðishernum til hamingju með að hafa hlotið samfélagsverðlaunin. Það var kominn tími til að Hernum yrði almennilegur sómi sýndur. Fórnfúsara og göfugra starf en þar er unnið er varla hægt að hugsa sér og ekki ber mikið á Hernum í fjölmiðlum. Liðsmenn Hersins berja sér ekki á brjóst og miklast af afrekum sínum.
Börnin mín tóku þátt í barnastarfi Hjálpræðishersins á Akureyri þegar þau voru lítil. Þar var þeim sýnd virðing, alúð og hlýja.
Hafi Hjálpræðisherinn þökk fyrir allt sitt góða starf á undanförnum áratugum. Hann er vel að þessum verðlaunum kominn, betur en nokkur annar sem ég veit um. Vonandi njótum við krafta þessarar merkilegu hreyfingar um alla framtíð.
27.2.2008 | 11:21
Engin lygi
Þessi fyrirsögn, "Ekki sama Jón og séra Jón", blasti við á forsíðu Tímans fyrir mörgum árum. Ekki man ég hvers konar misrétti var þarna á ferð, sem Tíminn taldi nauðsynlegt að vekja athygli á, en hitt man ég að á baksíðu sama tölublaðs var birtur framboðslisti Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi. Þar var séra Jón, líklega presturinn í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, nokkuð ofarlega á lista en nálægt botninum sat einhver óbreyttur Jón, sem ég kann ekki frekari skil á. Þarna sannaði Tíminn eftirminnilega að það er ekki sama hvort menn heita bara Jón eða eru sérar.
![]() |
Ekki sama Jón og séra Jón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2008 | 20:20
Aldrei í Evróvisjón
Spaugstofumenn kyrjuðu gömul evróvisjónlög í alls kyns útgáfum í kvöld, en þó leyndust þar inni á milli lög sem aldrei fóru í keppnina. Eins og margir aðrir virðast Spaugstofumenn á því að lögin Manana með skosku hljómsveitinni Bay City Rollers og How Do You Do með hollenska dúettinum Mouth & Macneal hafi tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Svo var ekki. Þetta sómafólk kom allt fram í íslenska sjónvarpinu á sínum tíma í einhverjum tónlistarskemmtiþætti, en þátturinn sá átti ekkert skylt við Evrópusöngvakeppnina. Ekki man ég betur en strákarnir í Slade hafi sungið og spilað í sama þætti. Þetta hefur líklega verið árið 1972 eða þar um bil og í kjölfarið urðu þessi lög, Manana og How Do You Do, mjög vinsæl hér á landi.
Hér er How Do You Do: www.youtube.com/watch?v=2skBGdyoMkk
Bay City Rollers fóru aldrei í Evróvisjón en það gerðu Mouth og Macneal hins vegar. Það var árið 1974 og lagið hét I See A Star.
22.2.2008 | 15:36
Óstjórnlega spennandi
![]() |
Mikil spenna fyrir hreindýrahappdrætti" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2008 | 08:09
Ætterni?
![]() |
Sarkisian sigraði í forsetakosningum í Armeníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2008 | 20:52
Að setjast í helgan stein

![]() |
Starfsmönnum HB Granda boðið að kynna sér starfsemi Hrafnistuheimilanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2008 | 20:14
Kathleen
Á stöðvaflakki mínu í dag rambaði ég á þátt Larry King þar sem hann spjallaði við einn af eftirlætisleikurum mínum, Kathleen Turner. Mér brá örlítið þegar ég sá hana, hún hefur bústnast dálítið og röddin bendir til þess að hún reyki a.m.k. tvo pakka á dag, en fljótlega kom í ljós að persónutöfrarnir eru síst minni en fyrrum og einnig skýrðist af hverju hún hefur svo sjaldan sést á hvíta tjaldinu á undanförnum árum.
Kathleen Turner hefur lengi átt við iktsýki að stríða, afar illvíga. Árum saman bar hún þjáningarnar sem sjúkdómnum fylgja en uppgötvaði síðan að með því að nota ósköpin öll af áfengi og alls kyns lyfjum gat hún linað kvalirnar. Hún sagði í viðtalinu að fyrstu lyfin, sem hún fékk við sjúkdómnum, hafi verið gríðarlega sterk. Þau ollu m.a. persónuleikabreytingum og urðu til þess að hún tútnaði út svo að um skeið var hún hreinlega óþekkjanleg. Kathleen tókst að lokum að segja skilið við Bakkus - skildi reyndar við eiginmanninn líka - og gengur nú allt í haginn.
Nýlega kom út ævisaga hennar, þar sem hún talar hispurslaust að venju, en þó hafa gagnrýnendur sagt að hún hefði mátt gefa lesendum fleiri tækifæri til að kjamsa á sögum af mótleikurum sínum í áranna rás. Hún hleður þá Michael Douglas og William Hurt lofi en er ekki eins hrifin af Burt Reynolds (sem hún segir að sé "just nasty") og Nicolas Cage, sem reyndar hefur lögsótt hana fyrir sögu af einhverjum hundastuldi, sem hann segir að sé haugalygi. Yfirleitt hefur ævisagan fengið góða dóma og hún hefur einnig selst mjög vel.
Kathleen Turner þreytti nýlega frumraun sína á sviði leikstjórnar og hefur hlotið mikið lof fyrir. Hún hefur helgað líf sitt leikhúsinu á undanförnum árum, enda fleiri hlutverk þar í boði fyrir konur á hennar aldri en í kvikmyndunum. Undantekningalítið hefur hún fengið skínandi dóma fyrir leik sinn og hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun, meira að segja í Bretlandi, en þarlendir eru e.t.v. ekki beinlínis þekktir fyrir aðdáun sína á bandarískum sviðsleik.
Það var gaman að sjá Kathleen Turner og hlusta á hana. Hún geislar af lífsgleði, þrátt fyrir ýmiss konar áföll og þrotlausa baráttu við sjúkdóm sinn, og fyrir gamlan aðdáanda "Romancing the Stone", "Peggy Sue Got Married" og "Serial Mom" var dásamlegt að heyra hvað þessi geðþekka, hæfileikaríka og alþýðlega kona horfir glöð og bjartsýn fram á veginn í stað þess að velta sér upp úr fortíðinni og syrgja glötuð tækifæri.